Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 10. mars 2020 11:28
Magnús Már Einarsson
Leikið fyrir luktum dyrum á Spáni næstu tvær vikur
Allir leikir í efstu tveimur deildunum á Spáni verða leiknir fyrir luktum dyrum næstu tvær vikurnar.

Þetta er gert til að minnka smithættu vegna kórónu veirunnar.

Leikur Valencia og Atalanta verður einnig leikinn fyrir luktum dyrum í Meistaradeildinni í kvöld.

Búið er að fresta keppni í Serie A á Ítalíu þangað til í apríl og í gær var tilkynnt að leikir í frönsku úrvalsdeildinni verði spilaðir fyrir luktum dyrum á næstunni.

Pólland bættist einnig í hóp landa sem hafa ákveðið að banna áhorfendur á íþróttaviðburðum næstu vikurnar.
Athugasemdir
banner