Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 10. mars 2020 12:56
Elvar Geir Magnússon
Sindri hættir við æfingaferð til Spánar - Vilja ekki taka óþarfa áhættu
Frá Hornafirði.
Frá Hornafirði.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Sindri frá Hornafirði hefur ákveðið að hætta við æfingaferð sína til Spánar en ferðin átti að vera frá 5. apríl til 16. apríl á Pinatar svæðinu. Ástæðan er útbreiðsla kórónaveirunnar.

Norsk lið hafa hætt við æfingaferðir til Spánar en Sindri er fyrsta íslenska liðið sem hættir við.

„Þó svo að við sjálfir séum ekki hræddir við veiruna þá viljum
við ekki eiga á hættu að smita aðra ef við skildum smitast. Viljum ekki taka neina óþarfa áhættu,"
segir Ingvi Ingólfsson, spilandi þjálfari Sindra, en liðið leikur í 3. deild karla.

Fjöldi íslenskra liða er á leið til Spánar á næstu dögum en Fótbolti.net hefur ekki upplýsingar um að fleiri lið hafi aflýst sínum ferðum enn sem komið er.

Tilfellum kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt á Spáni síðustu daga en búið er að ákveða að næstu umferðir í La Liga verði spilaðar fyrir luktum dyrum. Öllum skólum í Madríd hefur verið lokað vegna veirunnar.

Sjá einnig:
COVID-19 og íslenski boltinn - Hvað gerist næst?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner