Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Telegraph: PSG búið að ræða við umboðsmann Díaz
Mynd: Getty Images
Franska félagið Paris Saint-Germain hefur þegar rætt við umboðsmann kólumbíska leikmannsins Luis Díaz varðandi möguleg félagaskipti í sumar, en þetta kemur fram í Telegraph.

Díaz er 27 ára gamall kantmaður sem hefur aðeins verið á mála hjá Liverpool í tvö ár.

Faðir Díaz hefur opinberlega talað um að það sé draumur hans og sonar hans að spila með Barcelona eða Real Madrid á Spáni, en það eru ekki einu félögin sem koma til greina.

Telegraph segir að PSG hafi þegar rætt við umboðsmann leikmannsins varðandi möguleg félagaskipti í sumar, en hann á þrjú ár eftir af samningi sínum.

Liverpool vill ekki losa sig við leikmanninn en myndi samt sem áður hlusta á tilboð í kringum 75 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner