Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi, að þá er það Bjarni fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
   fös 10. maí 2019 23:03
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Gunnlaugs: Bítur okkur í rassgatið að vera ekki komnir með fleiri stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar var svekktur með úrslit leiksins í leik Breiðabliks og Víkings í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í leik sem fram fór á Wurth vellinum í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Nei, Blikarnir voru mjög sterkir. Okkur fannst við sleppa vel með að vera 2-1 undir í hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við byrja mjög vel og vorum að reyna að gera eitthvað án þess þó að vera virkilega ógnandi.'' Sagði Arnar, spurður að því hvort hans menn hafi átt meira skilið úr þessum leik.

„Ég er mjög sáttur með að við vorum alltaf að reyna, við getum alveg mætt á þennan völl og pakkað í vörn og fengið nákvæmlega sömu úrslit en það er bara ekki það sem er í gangi hjá okkur og á móti svona virkilega góðu liði með góðum leikmönnum þá eru þeir klókir og refsa okkur á réttum augnablikum.'' Hélt Arnar áfram, en þar vísar hann í það verkefni sem hann er með í gangi hjá Víkingum varðandi spilamennsku.

„Ég veit ekki hvað ykkur fannst en mér fannnst þetta skemmtilegur leikur, og er það ekki það sem þetta snýst um? Fá einhverja skemmtun í kuldanum.'' Sagði Arnar um leikinn í heild.

„Það fer kannski að bíta í rassgatið á okkur að vera ekki komnir með fjögur til sex stig.'' Sagði Arnar um stigasöfnunina hingað til.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Arnar talar meðal annars um spilamennskuna, hvar þeir lentu í vandræðum með Blikana, kjark Gústa að mæta Víkingum á þeirra leik og hvort það séu leikmenn á leiðinni til liðsins.
Athugasemdir
banner