Arnar var svekktur með úrslit leiksins í leik Breiðabliks og Víkings í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í leik sem fram fór á Wurth vellinum í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri Breiðabliks.
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Víkingur R.
„Nei, Blikarnir voru mjög sterkir. Okkur fannst við sleppa vel með að vera 2-1 undir í hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við byrja mjög vel og vorum að reyna að gera eitthvað án þess þó að vera virkilega ógnandi.'' Sagði Arnar, spurður að því hvort hans menn hafi átt meira skilið úr þessum leik.
„Ég er mjög sáttur með að við vorum alltaf að reyna, við getum alveg mætt á þennan völl og pakkað í vörn og fengið nákvæmlega sömu úrslit en það er bara ekki það sem er í gangi hjá okkur og á móti svona virkilega góðu liði með góðum leikmönnum þá eru þeir klókir og refsa okkur á réttum augnablikum.'' Hélt Arnar áfram, en þar vísar hann í það verkefni sem hann er með í gangi hjá Víkingum varðandi spilamennsku.
„Ég veit ekki hvað ykkur fannst en mér fannnst þetta skemmtilegur leikur, og er það ekki það sem þetta snýst um? Fá einhverja skemmtun í kuldanum.'' Sagði Arnar um leikinn í heild.
„Það fer kannski að bíta í rassgatið á okkur að vera ekki komnir með fjögur til sex stig.'' Sagði Arnar um stigasöfnunina hingað til.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Arnar talar meðal annars um spilamennskuna, hvar þeir lentu í vandræðum með Blikana, kjark Gústa að mæta Víkingum á þeirra leik og hvort það séu leikmenn á leiðinni til liðsins.
Athugasemdir