Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   fös 10. maí 2019 23:03
Baldvin Már Borgarsson
Arnar Gunnlaugs: Bítur okkur í rassgatið að vera ekki komnir með fleiri stig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar var svekktur með úrslit leiksins í leik Breiðabliks og Víkings í 3. umferð Pepsi Max deildarinnar í leik sem fram fór á Wurth vellinum í kvöld. Leiknum lauk með 3-1 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Víkingur R.

„Nei, Blikarnir voru mjög sterkir. Okkur fannst við sleppa vel með að vera 2-1 undir í hálfleik en í seinni hálfleik fannst mér við byrja mjög vel og vorum að reyna að gera eitthvað án þess þó að vera virkilega ógnandi.'' Sagði Arnar, spurður að því hvort hans menn hafi átt meira skilið úr þessum leik.

„Ég er mjög sáttur með að við vorum alltaf að reyna, við getum alveg mætt á þennan völl og pakkað í vörn og fengið nákvæmlega sömu úrslit en það er bara ekki það sem er í gangi hjá okkur og á móti svona virkilega góðu liði með góðum leikmönnum þá eru þeir klókir og refsa okkur á réttum augnablikum.'' Hélt Arnar áfram, en þar vísar hann í það verkefni sem hann er með í gangi hjá Víkingum varðandi spilamennsku.

„Ég veit ekki hvað ykkur fannst en mér fannnst þetta skemmtilegur leikur, og er það ekki það sem þetta snýst um? Fá einhverja skemmtun í kuldanum.'' Sagði Arnar um leikinn í heild.

„Það fer kannski að bíta í rassgatið á okkur að vera ekki komnir með fjögur til sex stig.'' Sagði Arnar um stigasöfnunina hingað til.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en Arnar talar meðal annars um spilamennskuna, hvar þeir lentu í vandræðum með Blikana, kjark Gústa að mæta Víkingum á þeirra leik og hvort það séu leikmenn á leiðinni til liðsins.
Athugasemdir
banner