Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 10. júní 2023 22:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk heilahristing og festist í baki - „Mundi ekki neitt eftir neinu"
Lengjudeildin
Akseli Kalermo.
Akseli Kalermo.
Mynd: Raggi Óla
Akseli Kalermo fékk heilahristing þegar hann féll til jarðar um miðbik fyrri hálfleiks þegar Þór heimsótti Þrótt í dag. Akseli er miðvörður Þórs og fór upp í skallabolta. Aron Snær Ingason, leikmaður Þróttar, hætti við að fara upp í boltann og fór einhvern veginn undir Akseli sem skall í jörðina.

Akseli fór af velli í kjölfarið og er hann þriðji Þórsarinn sem hefur þurft að fara af velli vegna höfuðhöggs á tímabilinu. Hinir tveir eru Alexander Már Þorláksson og Kristján Atli Marteinsson.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  0 Þór

„Enn einu sinni missum við leikmann út af í fyrri hálfleik, þriðja höfuðhöggið á tímabilinu. Það var sjokk að missa Akseli út. Maður veit ekki hvað maður á að segja við erum búnir að lenda í svo miklum skakkaföllum. Það hafði klárlega áhrif á okkur," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari Þórs, í viðtali eftir leik.

Í kjölfarið var hann svo spurður sérstaklega út í ástand Akseli.

„Hann fékk heilahristing og festist í baki við þetta högg; mundi ekki neitt eftir neinu. Hann er ekki í neinni hættu en mikið áfall að missa hann út af í einhverjar vikur."

Aðalbjörn dómari dæmdi ekki brot í atvikinu og tók full langan tíma í að stöðva leikinn.

„Mér fannst það hræðilegt, eitt að það er brot en það er líka bara hætta (ef leikurinn er ekki stöðvaður). Dómarinn var ekki alveg með þetta á hreinu, því miður. Það hefur komið í ljós að þessi höfuðhögg eru stórhættuleg og við erum orðnir sérfræðingar í þessu; þriðji leikmaðurinn í mótinu," sagði Láki.

Akseli er 26 ára Finni sem gekk í raðir Þórs í vetur. Hann hefur byrjað fyrstu sex leiki Þórs í Lengjudeildinni og lék í þrem af fjórum bikarleikjum liðsins. Hann er þriðji miðvörður Þórs sem lendir í meiðslum í upphafi móts, áður höfðu þeir Bjarki Þór Viðarsson og Birgir Ómar Hlynsson lent í meiðslum og var Birgir fjarri góðu gamni í dag. Elmar Þór Jónsson, sem kom inn fyrir Akseli í dag, er að upplagi bakvörður.
Þýðir ekki að vera með samsæriskenningar - „Vantar bara gæði"
Athugasemdir
banner
banner
banner