Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
   lau 10. júní 2023 17:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikið álag á KA - „Eitthvað sem við þurfum að draga lærdóm af"
Eiður og Hallgrímur Jónasson þjálfari KA
Eiður og Hallgrímur Jónasson þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Léttir, þeir lágu á okkur í lokin," sagði Eiður Ben aðstoðarþjálfari KA eftir sigur liðsins gegn Fylki í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 2 -  1 Fylkir

„Heilt yfir góður leikur, góð vika, komnir í fjögurra liða úrslit í bikarnum og endum fyrir frí á svipuðum stað og í fyrra. Heilt yfir sáttur með vikuna og ánægður með sigurinn."

„Síðustu tveir mánuðir hafa verið álag sem KA hefur ekki verið að díla við undanfarin ár, 15 leikir á mjög stuttum tíma, það er eitthvað sem við og KA þurfum að draga lærdóm af og hvernig við erum að díla við það þegar við lendum undir í leikjum," sagði Eiður.

Hann var svekktur með að hafa ekki gert út um leikinn fyrr.

„Mér fannst draga af okkur, við spiluðum leik í vikunni en ekki þeir, það kom kraftur í þá í lokin, þeir höfðu engu að tapa og hefðu alveg getað jafnað. Á móti hefðum við getað verið búnir að koma okkur í betri stöðu, Grímsi var rétt á undan búinn að fá dauðafæri," sagði Eiður.


Athugasemdir
banner
banner
banner