„Léttir, þeir lágu á okkur í lokin," sagði Eiður Ben aðstoðarþjálfari KA eftir sigur liðsins gegn Fylki í Bestu deildinni í dag.
Lestu um leikinn: KA 2 - 1 Fylkir
„Heilt yfir góður leikur, góð vika, komnir í fjögurra liða úrslit í bikarnum og endum fyrir frí á svipuðum stað og í fyrra. Heilt yfir sáttur með vikuna og ánægður með sigurinn."
„Síðustu tveir mánuðir hafa verið álag sem KA hefur ekki verið að díla við undanfarin ár, 15 leikir á mjög stuttum tíma, það er eitthvað sem við og KA þurfum að draga lærdóm af og hvernig við erum að díla við það þegar við lendum undir í leikjum," sagði Eiður.
Hann var svekktur með að hafa ekki gert út um leikinn fyrr.
„Mér fannst draga af okkur, við spiluðum leik í vikunni en ekki þeir, það kom kraftur í þá í lokin, þeir höfðu engu að tapa og hefðu alveg getað jafnað. Á móti hefðum við getað verið búnir að koma okkur í betri stöðu, Grímsi var rétt á undan búinn að fá dauðafæri," sagði Eiður.