Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. júlí 2020 18:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kjartan Henry og félagar hans í Vejle á leið upp - Glódís lék í óvæntu tapi
Kjartan Henry og félagar eru svo gott sem komnir upp í A-deildina.
Kjartan Henry og félagar eru svo gott sem komnir upp í A-deildina.
Mynd: Getty Images
Glódís Perla í landsleik síðasta haust.
Glódís Perla í landsleik síðasta haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danmörk - B-deild
Vendsyssel 0 - 2 Vejle

Kjartan Henry Finnbogason var í byrjunarliði Vejle sem sigraði Vendsyssel í dönsku B-deildinni í dag. Kjartan lék fyrstu 77 mínúturnar en var þá skipt af velli.

Vejle er svo gott sem komið upp um deild og þegar þetta er skrifað þá lítur út fyrir að það gerist í kvöld. Viborg, helsti samkeppnisaðili Vejle, er undir og ef það helst út leikinn þá verður Vejle í Superliga á komandi leiktíð.

Uppfært 19:25: Viborg jafnaði sinn leik á 87. mínútu og því þarf Vejle að fá eitt stig út úr síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja sig upp eða þá að Viborg misstígi sig.

Svíþjóð - kvenna-Allsvenskan
Rosengard 1 - 2 Eskilstuna

Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Rosengard í dag og lék allan leikinn.

Rosengard, sem er ríkjandi meistari, tapaði óvænt á heimavelli gegn Eskilstuna. Rosengard hafði unnið fyrstu tvo leiki sína og tapaði því sínum fyrstu stigum í kvöld. Eskilstuna hafði gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner