Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   mið 10. júlí 2024 19:35
Brynjar Ingi Erluson
Hjörtur á leið til Kýpur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Hjörtur Hermannsson er á förum frá ítalska félaginu Pisa og er sagður á leið til Pafos á Kýpur. Þetta kemur fram í ítalska miðlinum La Nazione.

Árbæingurinn kom til Pisa frá Bröndby árið 2021 og spilaði þar stórt hlutverk á þessum þremur árum.

Hann var nálægt því að komast upp í Seríu A á síðasta ári en liðið tapaði fyrir Monza í úrslitum umspilsins, þar sem Hjörtur skoraði einmitt fyrsta og eina mark sitt fyrir félagið.

Ítalska goðsögnin Filippo Inzaghi er nýr þjálfari Pisa en Hjörtur mun ekki spila undir hans stjórn. Hann er einn af fjórum leikmönnum sem fóru ekki með í æfingaferð Pisa þar sem þeir eru allir að skipta um félag.

La Nazione greinir frá því að Hjörtur sé líklega á leið til kýpverska félagsins Pafos.

Pafos var stofnað fyrir tíu árum. Það hefur spilað í efstu deild samfleytt frá tímabilinu 2016-2017. Á síðustu leiktíð vann liðið bikarinn í fyrsta sinn í sögu félagsins.
Athugasemdir
banner
banner