Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   lau 10. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikurinn umturnaðist við innkomu Arons Einars - „Auðveldasta mark sumarsins"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór og Njarðvík skildu jöfn á Akureyri í dag þar sem gestirnir náðu tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik en heimamenn komu til baka. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Það á að vera 4-0 eftir fjórar mínútur allavega miðað við færin. Vorum svo flottir í næstu tíu mínútur á eftir en svo gefum við þeim smá mómentið og við náum ekki að sækja það aftur. Mér fannst vanta tempó í liðið varnarlega, þeir fengu mikinn tíma á boltanum en opnuðu okkur ekkert en fá sénsa úr föstum leikatriðum," sagði Siggi Höskulds.

„Svo mætum við út í seinni hálfleikinn og gefum þeim auðveldasta mark sumarsins, svo annað, þá fannst mér við svolítið litlir. Svo fáum við mikið 'power' síðustu 25 mínúturnar og óheppnir að ræna þessu ekki í lokin."

Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með Þór í sumar og leikur liðsins umturnaðist við það.

„Það sýnir hvað alvöru karakter getur smitað trú inn í liðið. Nákvæmlega það sem liðinu hefur vantað lengi, týpur sem ná að smita einhverja orku í samherjana. Leikurinn umturnast síðustu tuttugu mínúturnar," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner