Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   lau 10. ágúst 2024 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikurinn umturnaðist við innkomu Arons Einars - „Auðveldasta mark sumarsins"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór og Njarðvík skildu jöfn á Akureyri í dag þar sem gestirnir náðu tveggja marka forystu snemma í síðari hálfleik en heimamenn komu til baka. Fótbolti.net ræddi við Sigurð Heiðar Höskuldsson, þjálfara Þórs, eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  2 Njarðvík

„Það á að vera 4-0 eftir fjórar mínútur allavega miðað við færin. Vorum svo flottir í næstu tíu mínútur á eftir en svo gefum við þeim smá mómentið og við náum ekki að sækja það aftur. Mér fannst vanta tempó í liðið varnarlega, þeir fengu mikinn tíma á boltanum en opnuðu okkur ekkert en fá sénsa úr föstum leikatriðum," sagði Siggi Höskulds.

„Svo mætum við út í seinni hálfleikinn og gefum þeim auðveldasta mark sumarsins, svo annað, þá fannst mér við svolítið litlir. Svo fáum við mikið 'power' síðustu 25 mínúturnar og óheppnir að ræna þessu ekki í lokin."

Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik með Þór í sumar og leikur liðsins umturnaðist við það.

„Það sýnir hvað alvöru karakter getur smitað trú inn í liðið. Nákvæmlega það sem liðinu hefur vantað lengi, týpur sem ná að smita einhverja orku í samherjana. Leikurinn umturnast síðustu tuttugu mínúturnar," sagði Siggi.


Athugasemdir
banner