Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   þri 10. september 2019 12:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tirana, Albanía
Haukur Harðar: Þeir eru mjög særðir
Albanía - Ísland í kvöld klukkan 18:45
Icelandair
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Haukur ræðir við Guðlaug Victor Pálsson, landsliðsmann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá vellinum í Elbasan.
Frá vellinum í Elbasan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fer ekki illa um fjölmiðlamenn í Tirana í Albaníu fyrir leik Albaníu og Íslands í undankeppni EM 2020. Fótbolti.net ræddi við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann á RÚV, í aðdraganda leiksins.

Ísland og Albanía eigast við Elbasan í kvöld klukkan 18:45 að íslenskum tíma. Það er mjög mikilvægt fyrir íslenska liðið að taka þrjú stig úr leiknum.

„Ég fór hérna fyrir tveimur árum og þá vorum við í borg sem heitir Shkodër, hún er öllu frumstæðari. Þá var Ísland að spila við Kosóvó, en það er aðeins öðruvísi að mæta heimaþjóðinni," sagði Haukur í viðtali við Fótbolta.net á keppnisvellinum í gær.

„Það fer vel um okkur í Tirana og það væri skemmtilegt ef þetta væri fyrsti leikurinn á nýja þjóðarleikvanginum, en hann er því miður ekki tilbúinn."

Sjá einnig:
Ísland spilar ekki á nýjum þjóðarleikvangi Albaníu

„Mér skilst að það séu bara 5 þúsund manns að mæta á leikinn þannig að ég veit ekki hvernig stemningin verður. Þetta er alla vega flottara en Laugardalsvöllur."

Leikurinn í kvöld verður erfiðari en leikurinn gegn Moldóvu síðastliðinn laugardag. Þar vann Ísland 3-0, en í kvöld má búast við mikið erfiðari leik.

„Albanía er mjög öflugt lið, þetta er allt annað en Moldóva. Fyrir utan það að þeir eru 110 sætum, eða hvað það er, fyrir ofan Moldóvu á heimslistanum, þá er enginn að spila í albönsku deildinni, en hjá Moldóvu var meira en helmingurinn af leikmannahópnum í deildinni í Moldóvu."

„Þeir eru með sex leikmenn úr Serie A, þeir eru grimmir og baráttuglaðir. Þeir eru mjög særðir bæði eftir tapið í Laugardal og eftir niðurlægingu á Stade de France.

Að lokum var Haukur spurður út í sína spá fyrir leikinn. „Ég held við náum að halda markinu hreinu og jafnvel fara með 2-0 sigur. Það væri náttúrulega draumur. Við verðum að vinna og við munum vinna."
Athugasemdir
banner
banner