banner
   þri 10. september 2019 21:13
Brynjar Ingi Erluson
Undankeppni EM: Frakkar og Tyrkir unnu - Ronaldo með fernu
Cristiano Ronaldo skoraði fjögur fyrir Portúgal
Cristiano Ronaldo skoraði fjögur fyrir Portúgal
Mynd: Getty Images
Harry Kane skoraði og klúðraði víti
Harry Kane skoraði og klúðraði víti
Mynd: Getty Images
Sex leikir fóru fram í undankeppni Evrópumótsins í kvöld fyrir utan leik Albaníu og Íslands en Frakkar og Tyrkir fögnuðu sigrum í riðli íslenska liðsins.

Á meðan Ísland tapaði fyrir Albaníu fóru fram tveir leikir í riðlinum sem skiptu miklu máli. Frakkland vann Andorra 3-0 í Frakklandi en það var Kingsley Coman, leikmaður Bayern München, sem kom Frökkum yfir á 19. mínútu eftir sendingu Jonathan Ikone.

Frakkar fengu víti á 27. mínútu. Antoine Griezmann fór á punktinn en markvörður Andorra varði frá honum. Annað vítið í röð sem Griezmann kemur ekki í netið. Clement Lenglet og Wissam Ben-Yedder bættu við mörkum og öruggur 3-0 sigur Frakka í höfn, liðið á toppnum með 15 stig.

Tyrkland átti ekki í vandræðum með Moldóva en liðið vann þar 4-0 sigur. Cenk Tosun skoraði tvö mörk og þá gerðu þeir Deniz Turuc og Yusuf Yazici sitt hvort markið. Tyrkir í 2. sæti með jafnmörg stig og Frakkar.

Ísland því í 3. sæti með 12 stig, Albanía með 9 stig, Moldóva 3 stig og Andorra 0 stig.

England vann þá Kósóvó 5-3. Kósóvó komst yfir með marki eftir 35 sekúndur en það gerði Valon Berisha eftir mistök Michael Keane en hann sendi fyrir lappir Berisha, sem átti gott samspil með samherja sínum áður en hann skoraði.

Raheem Sterling jafnaði metin á 8. mínútu áður en Harry Kane kom Englendingum yfir. Þessir leikmenn hafa unnið magnaða vinnu saman og líta vel út í undankeppninni. Þriðja mark Englendinga var vafasamt en Mergim Vojvoda kom þá knettinum í eigið net. Leikmaður Kósóvó lá meiddur á vellinum og kölluðu leikmenn eftir því að leikurinn yrði stöðvaður en það var ekki gert og markið gilt.

Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik og staðan 5-1. Kósóvó kom öflugt inn í síðari hálfleikinn. Berisha minnkaði muninn svo áður en Vedat Muriqi skoraði úr víti á 54. mínútu.

Harry Kane fékk fullkomið tækifæri til að gulltryggja leikinn á 65. mínútu en brenndi af vítaspyrnu. Lokatölur þó 5-3 og Englendingar með 12 stig í efsta sæti. Tékkland vann Svartfjallaland á meðan 3-0 og er í 2. sæti með 9 stig.

Í B-riðli var Cristiano Ronaldo helsta umræðuefnið. Hann skoraði fjögur mörk í 5-1 sigri á Litháen á meðan Serbía vann Lúxemborg 3-1.

Portúgal með 8 stig eftir 4 leiki, fimm stigum á eftir Úkraínu sem er í efsta sæti.

Riðill Íslands:

Moldova 0 - 4 Tyrkland
0-1 Cenk Tosun ('37 )
0-2 Deniz Turuc ('58 )
0-3 Cenk Tosun ('80 )
0-4 Yusuf Yazici ('88 )

Frakkland 3 - 0 Andorra
1-0 Kingsley Coman ('19 )
1-0 Antoine Griezmann ('28 , Misnotað víti)
2-0 Clement Lenglet ('52 )
3-0 Wissam Ben Yedder ('90 )

A-riðill:

Svartfjalland 0 - 3 Tékkland
0-1 Tomas Soucek ('54 )
0-2 Lukas Masopust ('58 )
0-3 Vladimir Darida ('90 )

England 5 - 3 Kósóvó
0-1 Valon Berisha ('1 )
1-1 Raheem Sterling ('8 )
2-1 Harry Kane ('19 )
3-1 Mergim Vojvoda ('38 , sjálfsmark)
4-1 Jadon Sancho ('44 )
5-1 Jadon Sancho ('45 )
5-2 Valon Berisha ('49 )
5-3 Vedat Muriqi ('54 , víti)
5-3 Harry Kane ('65 , Misnotað víti)

B-riðill:
Lúxemborg 1 - 3 Serbía
0-1 Stefan Mitrovic ('37 )
0-2 Nemanja Radonjic ('55 )
1-2 David Turpel ('66 )
1-3 Stefan Mitrovic ('79 )

Litháen1 - 5 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo ('7 , víti)
1-1 Vytautas Andriuskevicius ('28 )
1-2 Cristiano Ronaldo ('62 )
1-3 Cristiano Ronaldo ('65 )
1-4 Cristiano Ronaldo ('76 )
1-5 William Carvalho ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner