Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. september 2021 12:27
Elvar Geir Magnússon
Dæmdur sekur en sleppur við fangelsisvist
Boateng yfirgefur dómshúsið í München.
Boateng yfirgefur dómshúsið í München.
Mynd: Getty Images
Þýski fótboltamaðurinn Jerome Boateng hefur verið dæmdur til að greiða fyrrum kærustu sinni um 272 milljónir íslenskra króna í skaðabætur fyrir að hafa beitt hana ofbeldi.

Hann kom fyrir dóm í München og hefði mögulega getað verið dæmdur til fangelsisvistar en hann sleppur við það. Hann fékk 18 mánaða skilorðsbundinn dóm.

Boateng er dæmdur fyrir að hafa beitt Sherin Senler, sem er móðir tvíburadætra þeirra, ofbeldi eftir rifrildi þegar fjölskyldan var saman í fríi sumarið 2018.

Sherin sagði í dómssalnum í gær að hann hefði meðal annars bitið sig, kastað lampa og kæliboxi í sig, slegið og togað í hár. Hún segist ekki hafa náð andanum eftir hnefahögg frá honum.

Boateng vann 22 bikara hjá Bayern München, þar á meðal Meistaradeildina í tvígang og Bundesliguna níu sinnum. Hann varð heimsmeistari með Þýskalandi 2014. Í sumar fór hann til franska félagsins Lyon á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner