Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 10. október 2019 17:37
Magnús Már Einarsson
Deschamps ræðir leikinn frá 1998 ekki við sína menn
Icelandair
Deschamps á hliðarlínunni í leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum á EM 2016.
Deschamps á hliðarlínunni í leik Frakklands og Íslands í 8-liða úrslitum á EM 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, kom til Íslands sem leikmaður árið 1998. Þá gerðu Frakkar 1-1 jafntefli við Ísland eftir að hafa tryggt sér heimsmeistaratitilinn skömmu áður. Frakkar mæta nú aftur til Íslands sem ríkjandi heimsmeistarar en á fréttamannafundi í dag var hann spurður að því hvort hann hafi rætt við sína menn að vanmeta ekki Ísland í leiknum annað kvöld?

„Ég held að leikmenn mínir tengi ekki mikið við leikinn árið 1998 því þeir voru það ungir þá," sagði Deschamps á fréttamannafundi í dag.

„Ég man sjálfur vel eftir þeim leik. Ég vil ekki meina að við höfum vanmetið Ísland. Það var ekki eitthvað annað sem olli því að við náðum bara jafntefli. Ég mun ekki vísa til þessa leiks þegar ég undirbý liðið fyrir leikinn á morgun og ekki heldur síðasta leik gegn Íslandi. Ég legg bara áherslu á að við berum virðingu fyrir þessu liði."

„Aðstæður eru sérstakar. Völlurinn er góður en hann er opinn og það er ekki mikið pláss fyrir áhorfendur. Það er hlaupabraut í kringum völlinn og leikmenn okkar eru ekki vanir svona aðstæðum. Við munum taka leikinn mjög alvarlega og undirbúa okkur vel,"
sagði Deschamps.

Sjá einnig:
Tímavélin: Jafnteflið fræga gegn Frökkum
Athugasemdir
banner
banner
banner