Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 10. október 2019 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Foden er sá eini sem má ekki selja
Phil Foden er talið mikið efni en spiltími hans hjá Manchester City hefur verið mjög takmarkaður sökum fjölda gæðaleikmanna sem hann berst við um sæti í liðinu hjá Pep Guardiola, stjóra liðsins.

Guardiola sér fyrir sér að nota Foden meira í framtíðinni og sér hann leikmanninn sem arftaka David Silva á miðjunni. Silva mun yfirgefa herbúðir City næsta sumar og þá losnar pláss í liðinu.

„Foden fékk ekki nýjan samning fyrir tilviljun, hann er sá eini í liðinu sem má alls ekki selja, sá eini," endurtók Guardiola í viðtali á dögunum

„Þegar David Silva fer þá vitum við alveg hver næsti galdramaður á miðjunni verður. Hann er uppalinn hjá okkur, hann er einn af okkur og hann verður frábær. Það má ekki selja hann þó að 500 milljóna tilboð komi í hann."
Athugasemdir
banner