Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 10. október 2019 17:14
Magnús Már Einarsson
Varane hló að spurningu: Vanmetur ekki Ísland
Icelandair
Varane í leiknum gegn Íslandi í mars.
Varane í leiknum gegn Íslandi í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Raphael Varane, varnarmaður franska landsliðsins, hló og hafði gaman að þegar hann var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort það yrði skandall ef liðið vinnur ekki Ísland á morgun.

Hörður Snævar Jónsson á 433.is spurði Varane að því hvort það yrði skandall að Frakkar vinni ekki á morgun í ljósi þess að tveir leikmenn í íslenska hópnum séu félagslausir og þrír leikmenn í hópnum spili í áhugamannadeild í Pepsi Max-deildinni.

„Við vanmetum svo sannarlega ekki íslenska liðið," sagði Varane.

„Þetta er gott lið og við búumst við mjög erfiðum leik. Við þekkjum íslenska liðið og berum virðingu fyrir því. Leikurinn á morgun er mjög mikilvægur fyrir okkur og við leggjum allt í sölurnar til að vinna."

Ísland er þremur sigum á eftir Frökkum fyrir leikinn á morgun en tvö efstu liðin í riðlinum komast á EM á næsta ári.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner