Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fim 10. október 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það þarf að vera partur af menningunni"
Breiðablik tók Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik.
Breiðablik tók Íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var áhorfendamet sett á leiknum.
Það var áhorfendamet sett á leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, segir að úrslitaleikurinn í Bestu deild kvenna hafi verið frábær auglýsing fyrir kvennaboltann á Íslandi.

Síðasta laugardag mættust Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en var samt sem áður góð skemmtun fyrir þá rúmlega 1600 áhorfendur sem mættu. Það var þarna sett áhorfendamet á leik í efstu deild kvenna.

„Þessi leikur var einstakur að mörgu leyti. Það var mikil stemning. Þetta var gott fyrir kvennafótboltann og frábært fyrir leikmennina sem voru að taka þátt. Þetta var leikurinn sem allir voru að vonast eftir að yrði í lokin. Við fengum úrslitaleik sem var frábært," sagði Þorsteinn á fréttamannafundi í gær.

„Þetta var góð auglýsing fyrir kvennaboltann, að fólk mæti á völlinn. Við þurfum að flytja þessa hluti yfir í næsta tímabil, að það sé hægt að skapa þessa stemningu reglulega og ekki bara í svona einstöku tilfelli. Það þarf að vera upplifun að mæta á völlinn og það þarf að vera partur af menningunni að fara á völlinn og sjá stelpurnar spila. Þetta þarf að gerast oftar."

Þarf fleiri Evrópukeppnir?
Breiðablik endaði sem Íslandsmeistari en á sama degi mættust Víkingur Reykjavík og Þór/KA í hreinum úrslitaleik um þriðja sætið. Það sæti skipti í raun engu máli þar sem aðeins tvö efstu sætin gefa Evrópusæti.

„Það eru breytingar á næsta ári á Evrópukeppninni. Ég hef ekki kynnt mér þær nákvæmlega. Deildin hefur verið að falla aðeins niður í styrkleika en það þyrfti ekki að leggja út mikinn kostnað til að stofna aðra keppni. Þetta er ákvörðun sem þarf að taka. Það eru leikir í Meistaradeildinni í dag, sérstaklega í forkeppninni, þar sem er gríðarlegur munur á milli liða. Við að stofna aðra deild jafnast þetta eitthvað út. Við erum að horfa á leiki í forkeppninni enda 10-0 og eitthvað svoleiðis. Ég veit ekki hvort það sé góð auglýsing fyrir kvennaboltann. Það er hægt að gera ýmislegt en það er eitthvað sem menn verða skoða," sagði Þorsteinn um það.
Athugasemdir
banner
banner