Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. nóvember 2020 18:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Formaður enska knattspyrnusambandsins segir af sér í kjölfar rasískra ummæla
Mynd: Getty Images
Greg Clarke, formaður enska knattspyrnusambandsins, sagði af sér í dag. Það gerir hann í kjölfar ummæla sinna um minnihlutahópa (BAME - Black, Asian and minority ethnic). Í umfjöllunum enskra miðla kemur fram að þrýst hafi verið á Clarke að segja af sér vegna „óásættanlegs orðalags í þingsal".

Clarke talaði um 'litaða' fótboltamenn þegar hann svaraði spurningu um erfiðleika samkynhneigðra leikmanna í karlaboltanum þar sem samfélagsmiðlar væru erfiðir fyrir leikmenn þegar þeir koma út úr skápnum. Kick it Out samtökin gagnrýna þetta orðalag Clarke.

„Ef ég horfi á hvað gerist þegar háttskrifaðir kvenkyns fótboltaleikmenn samanborið við 'litaða' háttskrifaða fótboltamenn og árasirnar sem þeir verða fyrir á samfélagsmiðlum ... miðlarnir eru opnir öllum," sagði Clarke á DCMS þingfundi í dag.

Clarke var nokkrum mínútum síðar spurður af þingmanni hvort hann vildi taka til baka orðið 'litaður'.

„Ef ég sagði það þá biðst ég innilega afsökunar á því. Þegar ég vann í Bandaríkjunum þá var ég beðinn um að segja 'people of colour' í starfi mínu. Stundum mismæli ég mig," svaraði Clarke.

Clarke var einnig gangrýndur um ummæli sín um mismunandi hagsmuni þegar hann bar saman fólk frá Suður-Asíu og fólk með afrísk-karabískan bakgrunn.

Knattspyrnusambandið sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Clarke þyki miður að hafa talað á þennan máta um minnihlutahópa. Clarke hóf störf hjá knattspyrnusambnadinu árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner