Birmingham City og Wrexham eru bæði komin áfram í 16-liða úrslit EFL-bikarsins.
Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson voru ekki með Birmingham sem vann 2-1 sigur á Exeter á útivelli.
Það hafa verið veikindi að ganga í hópnum hjá Birmingham og hefur Willum misst af síðustu tveimur leikjum vegna þeirra. Alfons hefur á meðan verið að glíma við meiðsli.
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Wrexham sem lagði Crewe Alexandra að velli, 1-0.
Hann spilaði rúman klukkutíma en þetta var sjötti leikur hans fyrir félagið.
Dregið verður í 16-liða úrslit á laugardag og er drátturinn í beinni útsendingu á Sky Sports Football.
Athugasemdir