Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Heldur meira upp á Williams en Yamal - „Vona að hann fari til Real Madrid“
Mourinho tekur Williams fram yfir Yamal
Mourinho tekur Williams fram yfir Yamal
Mynd: EPA
Jose Mourinho, þjálfari Fenerbahce, ræddi við fjölmiðla fyrir leik liðsins gegn Athletic í Evrópudeildinni, en þar var hann spurður út í þeirra besta leikmann, Nico Williams.

Nico var einn besti leikmaður spænska landsliðsins er það varð Evrópumeistari í sumar en flestir töluðu um frammistöðu hins 17 ára gamla Lamine Yamal.

Yamal var að gera ótrúlega hluti miðað við aldur og var valinn besti ungi leikmaður mótsins, en hann og Nico voru báðir í úrvalsliði mótsins.

Mourinho heldur mikið upp á Nico og tekur hann fram yfir Yamal.

„Á Evrópumótinu var allt fólkið að segja Yamal, Yamal, Yamal. Hann er yndislegur strákur, en persónulega er ég meira fyrir Nico Williams.“

„Ég vona að hann endi í hvítu því á Spáni er ég hvítur. Ég er mikill stuðningsmaður Real Madrid,“
sagði Mourinho við COPE.

Nico var sagður á leið til Barcelona í sumar en ekkert varð af skiptunum. Félagið gæti reynt aftur við hann næsta sumar en það er ólíklegt að Real Madrid fari í baráttu við erkifjendur sína um vængmanninn.
Athugasemdir
banner
banner