Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. janúar 2020 18:13
Brynjar Ingi Erluson
Harry Kane nýtur íslenskrar aðstoðar í endurhæfingunni
Harry Kane er meiddur fram í apríl
Harry Kane er meiddur fram í apríl
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, verður frá vegna meiðsla fram í apríl en hann nýtur íslenskrar aðstoðar í endurhæfingunni.

Kane hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Tottenham síðustu ár en ljóst er að hann missir af afar mikilvægum leikjum í síðari hluta mótsins.

Enski landsliðsframherjinn nýtir sér aðstoð frá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu frá Össuri í endurhæfingunni en þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það.

Össur er leiðandi í framleiðslu á stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum en margir af þekktustu íþróttamönnum heims nota vörurnar frá þeim.

Kane birti mynd af sér í sófanum að horfa á leik Tottenham og Liverpool en þar er hann í spelku sem er merkt Össur.


Athugasemdir
banner
banner
banner