Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 11. janúar 2020 19:49
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Átti Robertson að fá rautt?
Andy Robertson, varnarmaður Liverpool, slapp með skrekkinn í 1-0 sigrinum á Tottenham í kvöld en hann fór í hættulega tæklingu á Japhet Tanganga.

Tanganga var að spila fyrsta úrvalsdeildarleikinn sinn en þótti komast ágætlega frá verkefninu í kvöld.

Hann hefði getað meiðst illa eftir tæklingu frá Robertson en hann fór þá með sólann á undan sér í Tanganga.

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, var rekinn af velli í dag gegn Crystal Palace fyrir svipað atvik en hann fékk fyrst gult spjald áður en VAR skoðaði atvikið. Eftir nánari skoðun var hann rekinn af velli.

Hægt er að sjá tæklinguna hjá Robertson hér fyrir neðan.


Athugasemdir