Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 11. janúar 2020 14:06
Aksentije Milisic
Sjáðu atvikið: Beint rautt spjald á Aubameyang - VAR breytti dómnum
Mynd: Getty Images
Nú er leikur Crystal Palace og Arsenal í gangi í ensku úrvalsdeildinni. Þegar þetta er skrifað er staðan 1-1 þar sem Pierre-Emerick Aubameyang kom Arsenal yfir í fyrri hálfleiknum en Jordan Ayew jafnaði fyrir heimamenn í þeim seinni.

Á 67. mínútu leiksins átti Aubameyang grófa tæklingu á Max Meyer, leikmann Crystal Palace. Paul Tierney, dómari leiksins, gaf Aubameyang gult spjald fyrir tæklingu.

VAR ákvað hins vegar að skoða tæklinguna betur og eftir smá tíma varð niðurstaðan sú að þetta væri beint rautt spjald á Aubameyang. Arsenal þarf því að spila manni færri.

Atvikið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner