Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 11. febrúar 2022 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jason Daði hafnaði Sogndal - „Mjög ánægðir með hans ákvörðun"
Jason Daði Svanþórsson
Jason Daði Svanþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jason Daði Svanþórsson, leikmaður Breiðabliks, hafnaði norska B-deildarfélaginu Sogndal og ætlar að taka slaginn með Blikum í sumar en þetta segir Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net.

Mosfellingurinn kom til Breiðabliks frá Aftureldingu fyrir síðasta tímabil og átti frábæra innkomu inn í Blikaliðið þar sem hann skoraði sex mörk ásamt því að leggja upp sjö önnur í tuttugu leikjum.

Jason átti að fara til reynslu hjá AGF í nóvember en komst ekki vegna meiðsla og þá barst þá tilboð á dögunum frá norska B-deildarliðinu Sogndal, en hann ákvað að hafna boðinu og spila með Blikum í sumar.

„Það kom tilboð frá fyrstu deildinni í Noregi, ágætis tilboð, en eftir að hafa skoðað þetta þá var hann meira til í að taka slaginn í sumar og taka bikar- og Evrópukeppni. Við vorum mjög ánægðir með hans ákvörðun í því. Tökum alltaf tillit til leikmanna í svona hlutum og leyfum þeim að hafa skoðanir á hlutunum að sjálfsögðu," sagði Eysteinn Pétur í samtali við Fótbolta.net.

Tilboðið var afar gott en það var ekkert ákveðið hvort Blikar myndu taka því eða ekki.

„Það fór ekkert lengra. Nei, við vorum ekki á því. Leikmaðurinn kom með sitt álit á því og var sammála því að hann myndi taka slaginn með Blikum í sumar og við vorum sammála þeirri ákvörðun," sagði Eysteinn, en hefðu þeir samþykkt tilboðið ef hugur hans leitaði þangað?

„Nei, ekkert endilega. Við vinnum bara þannig að leikmenn fá að vita þegar formlegt tilboð kemur. Vonandi kemur eitthvað meira og stærra eftir sumarið og hann verður klár í slaginn með okkur og það ber að hrósa honum fyrir það."

Jason er frá vegna meiðsla en hann gekkst undir aðgerð á dögunum og verður væntanlega klár í lok mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner