Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. febrúar 2024 20:29
Brynjar Ingi Erluson
Emery: Þurfum að minna okkur á að við erum í fimmta sæti
Unai Emery
Unai Emery
Mynd: EPA
Unai Emery, stjóri Aston Villa, var ánægður með frammistöðu liðsins í 2-1 tapinu gegn Manchester United í dag.

Villa-menn hafa verið á miklu flugi á þessu tímabili og að spila einn skemmtilegasta bolta deildarinnar.

Liðið gerði það í kvöld en nýtti ekki færi sín. Andre´Onana var þeim erfiður í marki United, en Emery var samt sem áður ánægður með framlagið.

„Við áttum meira skilið úr þessum leik. Við plönuðum leikinn eftir því hvernig við gátum verið sterkari, reynt að stjórna leiknum og hvernig við gátum unnið og mér fannst við gera það. Við vorum ekki nógu klínískir í dag og markvörður þeirra átti nokkrar góðar vörslur. Þeir voru klínískir.“

„Við þurftum að endurræsa leik okkar og vorum auðvitað pirraðir en við verðum að halda áfram að vera jákvæðir. Manchester United á að vera berjast um að vera á þeim stað sem við erum á, alla vega frekar en við, en samt er smá bil á milli okkar. Hugarfarslega þurfum við að vera sterkir og ekki missa einbeitingu og frekar hugsa hvernig við getum byggt liðið og gert okkur sterkari. Frammistaðan í dag er nákvæmlega það sem við erum að reyna að byggja.“

„Við erum núna í fimmta sæti deildarinnar. Við þurfum í augnablikinu að minna okkur á það, vera jákvæðir og reyna að ná endurheimt á næstu dögum áður en við mætum Fulham. Við töpuðum fyrir góðum mótherja í dag en við höfum náð að skapa smá bil á milli og nú er okkar markmið að reyna að halda samræmi út tímabilið,“
sagði Emery
Athugasemdir
banner
banner
banner