Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Liverpool mætir Atalanta
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Það eru gríðarlega spennandi leikir á dagskrá í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld þar sem Liverpool tekur á móti Atalanta í stærsta leik kvöldsins.

Stórveldi Liverpool vill vinna keppnina á lokatímabili Jürgen Klopp við stjórnvölinn, en Atalanta gæti reynst verðugur andstæðingur þar sem hæfileikaríkir lærisveinar Gian Piero Gasperini eru til alls líklegir.

AC Milan og AS Roma eigast þá við í ítölskum stórleik á meðan Bayer Leverkusen fær West Ham United í heimsókn í gríðarlega áhugaverðum slag.

Leverkusen er að binda enda á einokun FC Bayern á Þýskalandsmeistaratitlinum og hefur verið að spila glimrandi góðan fótbolta undir stjórn Xabi Alonso.

Hamrarnir, sem eru ríkjandi Sambandsdeildarmeistarar, búa þó yfir öflugu byrjunarliði og hafa hæfileika innanborðs til að stríða hvaða andstæðingum sem er.

Að lokum mætast Benfica og Marseille í keppnisleik í fyrsta sinn síðan 2010, þegar Benfica hafði betur í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar.

Leikir kvöldsins:
19:00 Milan - Roma
19:00 Liverpool - Atalanta
19:00 Leverkusen - West Ham
19:00 Benfica - Marseille
Athugasemdir
banner
banner
banner