Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fim 11. apríl 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Osimhen færist nær París - Högg fyrir Chelsea
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli, er samkvæmt ítölskum fjölmiðlum að færast nær Paris Saint-Germain.

PSG er að missa Kylian Mbappe á frjálsri sölu til Real Madrid og er að leita að nýrri stjörnu í hans stað.

Svo virðist sem Osimhen verði þessi stjarna en Il Mattino á Ítalíu greinir frá því að nígeríski sóknarmaðurinn sé mjög nálægt því að ganga í raðir Parísarfélagsins.

PSG er sagt tilbúið að borga 120 milljónir fyrir Osimhen en þetta er högg fyrir Chelsea sem hafði líka mikinn áhuga á honum.

Osimhen var markakóngur ítölsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en á yfirstandandi tímabili hefur hann skorað tólf mörk í 19 deildarleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner