Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 11. maí 2021 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Alaves að bjarga sér frá falli
Elche og Alaves áttust við í spænsku fallbaráttunni í kvöld og höfðu gestirnir úr Baskahéraði betur.

Joselu skoraði undir lok fyrri hálfleiks og tvöfaldaði Luis Rioja forystuna í upphafi síðari hálfleiks.

Elche er í fallsæti eftir þriðja tapið í röð, einu stigi frá öruggu sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Alaves er fimm stigum þar fyrir ofan.

Osasuna hafði þá betur gegn Cadiz í leik sem var uppá lítið annað en stoltið. Ante Budimir skoraði tvö fyrir Osasuna í 3-2 sigri.

Bæði lið sigla lygnan sjó um miðja deild.

Elche 0 - 2 Alaves
0-1 Joselu ('40 )
0-2 Luis Rioja ('54 )

Osasuna 3 - 2 Cadiz
1-0 Ante Budimir ('38 )
1-1 Ivan Saponjic ('49 , víti)
2-1 Ante Budimir ('75 )
3-1 Roberto Torres ('86 , víti)
3-2 Alberto Perea ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner