Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. maí 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
Gerrard: Er hann að hætta? Það er gott!
Jon Moss ræðir við Lucas Digne.
Jon Moss ræðir við Lucas Digne.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, stjóri Aston Villa, segir það jákvætt að dómarinn Jon Moss ætli að leggja flautuna á hilluna eftir tímabilið. Gerrard var alls ekki hrifinn af frammistöðu Moss í 1-2 tapi Villa gegn Liverpool í gær.

Það var mikið af brotum í leiknum en Moss ákvað að halda spjöldunum í vasanum og var greinilegt á andrúmsloftinu á Villa Park að stuðningsmenn voru pirraðir út í dómgæsluna.

„Ég vil ekkert segja um dómgæsluna. Ég vona bara að frammistaða hans verði skoðuð. Ég segi ekki meira, vonandi verður þetta skoðað," sagði Gerrard á fréttamannafundi eftir leik, honum fannst greinilega sem leikstjórn Moss hafi verið léleg.

„Hef ég talað við Jon Moss? Nei, ég vona bara að frammistaðan hans verði skoðuð," endurtók hann.

Gerrard var þá sagt að Moss væri búinn að ákveða að hætta að dæma eftir tímabilið. „Er hann að hætta? Það er gott!" voru viðbrögð Gerrard.

Þrír reynsluboltar í enskri dómgæslu eru að hætta eftir tímabilið en auk Moss hætta þeir Mike Dean og Martin Atkinson.
Athugasemdir
banner
banner
banner