Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 11. júní 2019 21:40
Arnar Helgi Magnússon
Raggi Sig: Skildi enginn þessa Þjóðadeild
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands þegar liðið sigraði Tyrkland á Laugardalsvelli í kvöld. Mörk Ragnars komu í fyrri hálfleik og voru þau bæði skoruð með skalla.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  1 Tyrkland

„Ég fer alltaf á fjærstöngina og er bara frír þar, boltinn kemur mjög sjaldan þangað. Ég var bara mættur," sagði Ragnar um mörkin tvö eftir leikinn í kvöld.

„Það er mjög ljúft að vinna Tyrkina aftur. Þetta voru tveir skyldusigrar, við urðum að vinna til þess að halda okkur í baráttunni um að komast áfram. Þetta var mjög ljúft."

„Það skildi enginn hvað var í gangi með þessa Þjóðadeild, það skildi enginn reglurnar einu sinni. Svo erum við búnir að spila einhverja æfingaleiki og við erum aldrei góðir í þeim. Núna þegar það skiptir máli þá erum við að vinna leiki, eins og alltaf."

Ragnar segir að leikmenn Íslands hafi rætt „Burstamálið" á hótelinu fyrir leikinn enda var fátt annað sem komst að.

„Þetta var bara út um allt. Það var verið að senda okkur öllum hatursskilaboð en við erum allir mjög reyndir og við létum þetta ekki trufla okkur. Þegar leikurinn byrjaði þá vorum við bara tilbúnir."

Nánar er rætt við Ragnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner