fös 11. júní 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Svona myndi Mourinho stilla enska landsliðinu upp
Mynd: Mirror
Í samtali við TalkSport var Jose Mourinho beðinn um að velja byrjunarlið enska landsliðsins eins og hann myndi stilla liðinu upp.

Markvarðarstaðan er einn veikasti hlekkur enska liðsins og Gareth Southgate er með Jordan Pickford sem aðalmarkvörð. Mourinho myndi hinsvegar velja Dean Henderson, markvörð Manchester United.

Þar sem reiknað er með að Harry Maguire byrji ekki mótið vegna meiðsla þá velur Mourinho miðverðina John Stones og Tyrone Mings.

Það vantar ekki hægri bakverði í enska hópinn og Mourinho velur Kyle Walker frekar en Kieran Trippier og Reece James. Í vinstri bakverðinum er Ben Chilwell valinn, eitthvað sem kemur kannski ekki á óvart miðað við hvernig samband Mourinho við Luke Shaw var hjá Manchester United.

Sem varnartengiliði velur Mourinho þá Declan Rice og Kalvin Phillips og þar fyrir framan er Mason Mount sem vann Meistaradeildina með Chelsea á liðnu tímabili.

Raheem Sterling og Jadon Sancho komast ekki í liðið hjá Mourinho sem velur Jack Grealish, Marcus Rashford og Harry Kane í sóknarlínuna.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner