Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   þri 11. júní 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Torres fær nýtt starf hjá Atletico
Torres fagnar hér marki í góðgerðarleik með Liverpool á dögunum.
Torres fagnar hér marki í góðgerðarleik með Liverpool á dögunum.
Mynd: Getty Images
Fernando Torres, sem var öflugur sóknarmaður á sínum leikmannaferli, hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Atletico Madrid.

Torres mun taka við B-liði Atletico sem leikur í þriðju efstu deild á Spáni.

Torres hefur að undanförnu stýrt unglingaliði Atletico og náði þar góðum árangri. Hann vann þar til að mynda tvo deildartitla.

Hann tekur við B-liðinu af Luis Tevenet, sem er kominn í þjálfarateymi Diego Simeone.

Torres gerði garðinn frægan sem leikmaður hjá Atletico Madrid og Liverpool. Hann lék einnig fyrir Chelsea, AC Milan og Sagan Tosu á ferlinum og skoraði 38 landsliðsmörk fyrir Spán. Torres vann til ýmissa titla með félagsliðum sínum og Spáni, meðal annars EM, HM, Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og enska bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner