Dóra María Lárusdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, var að vonum sátt með 1-1 jafnteflið gegn Norðmönnum í dag.
,,Miðað við hvernig leikurinn spilaðist og að við vorum 1-0 undir í hálfleik og maður var farin að trúa því að undir lokin að við myndum ná þessu og vinna en fyrsta stigið á stórmóti, held við getum fagnað því," sagði Dóra María.
,,Við vissum ekki alveg þarna hvort við ættum að dúndra okkur fram í pressu og vinna, eða eigum við að vera sáttar og falla niður en ég held að við séum bara sáttar," sagði hún ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























