Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   þri 11. ágúst 2020 17:17
Elvar Geir Magnússon
Höjbjerg til Tottenham (Staðfest)
Tottenham hefur fengið miðjumanninn Pierre-Emile Höjbjerg frá Southampton.

Danski landsliðsmaðurinn hefur skrifað undir samning til 2025 en hann mun klæðast treyju númer fimm.

Höjbjerg varð 25 ára í síðustu viku en hann spilaði 128 leiki og skoraði fimm mörk fyrir Southampton á fjórum árum. Hann kom frá Bayern München 2016.

Árið 2014 var hann í byrjunarliði Bayern í úrslitaleik þýska bikarsins þegar liðið vann 2-0 sigur gegn Borussia Dortmund eftir framlengingu.


Athugasemdir
banner
banner