Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 11. ágúst 2023 22:21
Stefán Marteinn Ólafsson
Ási: Sögulínan þróaðist einhvernveginn öll í þessa átt og við gengum inn í það
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks ásamt Öglu Maríu eftir leik.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks ásamt Öglu Maríu eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Betra liðið vann í dag. Víkingur kom með gríðarlega stemningu inn í leikinn og ég ræddi það svo sem fyrir leikinn að á svona degi þá getur það svolítið haft áhrif inn í þetta og við vorum bara ekki á deginum okkar í dag." Sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir tapið  gegn Víkingum í úrslitum Mjólkurbikarsins.

Breiðablik kom inn í einvígið í kvöld sem sigurstranglegri aðilinn fyrir einvígið en þær sitja á toppi Bestu deildarinnar á meðan mótherjar þeirra í Víking sitja á toppi Lengjudeildarinnar en allt kom fyrir ekki og það voru Víkingar sem fóru með sigur af hólmi.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 Breiðablik

„Við vorum ekki alveg tilbúnar í þetta og fáum þar að leiðandi mark á okkur strax á fyrstu mínútu og það litar auðvitað leikinn og þó við náum að sækja jöfnunarmark að þá fáum við á okkur annað mark rétt fyrir leikhlé og því miður höfðum við það ekki hjá okkur að koma tilbaka eftir það þó að við hefðum í raun gert allt sem að við gátum til þess að reyna það." 

„Það tók okkur smá tíma að koma okkur í gang eftir þetta mark en það var þó sterkt að ná allavega að jafna ef að helvítis annað markið þeirra hefði ekki komið fyrir leikhlé þá hefði kannski leikmyndin orðið önnur." 

„Það voru alveg móment hjá okkur í seinni hálfleik til þess að jafna leikinn en afþví að það datt ekki inn að þá vorum við farnar að henda öllu fram á við þegar líða fór á leikinn og vorum kannski fáliðaðar tilbaka þegar að þriðja markið kemur." 

Breiðablik mætti til leiks með heldur þunnan hóp og lentu í áfalli strax í fyrri hálfleik þegar Hafrún Rakel meiðist og þarf að fara útaf.

„Það var mikið sjokk og mikið áfall og bara gríðarlega svekkjandi og við máttum bara ekki við því." 

„Við eyddum mikilli orku og miklum tíma í að reyna fylla inn í hópinn í vikunni og gerðum okkar besta í því. Við þurfum að skoða það betur um helgina og í framhaldinu hvað við gerum varðandi hópinn." 

Breiðablik var eins og fyrr segir álitin stekrari aðilinn en sögulínan fyrir leik var máluð upp sem öskubuskuævintýri Víkinga. 

„Sögulínan þróaðist einhvernveginn öll í þessa átt bara og við gengum inn í það og þær gengu á lagið." 

Nánar er rætt við Ásmund Arnarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner