De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 11. ágúst 2024 17:14
Stefán Marteinn Ólafsson
Aron Elís: Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við að gera betur
Aron Elís Þrándarson
Aron Elís Þrándarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Vestra á heimavelli hamingjunnar þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína í dag.

Víkingar gerðu þó nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn í dag og tóku snemma forystuna en urðu þó að sætta sig við aðeins eitt stig þegar uppi var staðið.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Svekkjandi. Við eigum að vinna alla leiki á heimavelli og svekkjandi að fá bara eitt stig í dag." Sagði Aron Elís Þrándarson leikmaður Víkinga eftir leikinn í dag.

Víkingar komust snemma yfir í dag en Vestri jafnaði leikunn undir lokin en Víkingar vildu meina að brotið hafi verið á Sveini Gísla í aðdraganda marksins.

„Í fyrsta lagi bara mikið kredit á Vestra liðið sem seldu sig dýrt í dag og voru að berjast fyrir hvorn annan en mér fannst þetta alltaf vera groddaraleg tækling þarna í aðdraganda marksins á Svein Gísla. Gæti verið að hann fari smá í boltann en hann fer í gegnum boltann og í manninn og að mínu viti fannst mér það vera aukaspyrna. Hann [Vilhjálmur Alvar] stoppar ekki leikinn fyrir okkur og þeir enda á því að skora. Svekkjandi atburðarrás en auðvitað eigum við bara að gera betur."

Aron Elís spilaði bara fyrri hálfleikinn í dag og Arnar Gunnlausson talar um að menn séu á „Red zone" í spilatíma.

„Ég veit það ekki. Ég er ekki með undirbúningstímabil á bakinu og nú eru held ég komnir fjórir leikir í röð á stuttum tíma þannig það var kannski smá þannig."

Nánar er rætt við Aron Elís Þrándarson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner