De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 11. ágúst 2024 17:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig og við gerðum það
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsótti Víkinga á heimavöll Hamingjunnar í Víkinni í dag þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Vestri lentu snemma undir í leiknum en gerðu gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu inn jöfnunarmarki undir restina og sóttu stig sem lyfti þeim upp úr fallsæti um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Ofboðslega sáttur með frammistöðuna. Komum hérna og skildum allt eftir á vellinum kannski svona fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við ekki góðir fyrstu fimmtán og ekki mæta til leiks og gefum ódýrt mark sem er svekkjandi því við ætluðum að byrja leikinn sterkt en við gerðum það ekki og svo fannst mér svona 65 mínútur plús þá vorum við allavega ekki slakari aðilinn."

Vestri lenti undir strax í upphafi leiks og sagði Davíð Smári það vera svolítið ólíkt sínu liði uppá síðkastið.

„Ólíkt því sem við höfum verið að sýna upp á síðkastið varnarlega. Varnarleikurinn í dag heilt yfir gríðarlega sterkur. Varnarlínan okkar er mjög sterk og mér fannst hún algjörlega sofna á verðinum þarna í byrjun leiks og það er eitthvað sem við þurfum bara að vinna í. Við þurfum bara að mæta rétt gíraðir inn í leikina og bara halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig í dag og við gerðum það." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner