Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   sun 11. ágúst 2024 17:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig og við gerðum það
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsótti Víkinga á heimavöll Hamingjunnar í Víkinni í dag þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Vestri lentu snemma undir í leiknum en gerðu gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu inn jöfnunarmarki undir restina og sóttu stig sem lyfti þeim upp úr fallsæti um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Ofboðslega sáttur með frammistöðuna. Komum hérna og skildum allt eftir á vellinum kannski svona fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við ekki góðir fyrstu fimmtán og ekki mæta til leiks og gefum ódýrt mark sem er svekkjandi því við ætluðum að byrja leikinn sterkt en við gerðum það ekki og svo fannst mér svona 65 mínútur plús þá vorum við allavega ekki slakari aðilinn."

Vestri lenti undir strax í upphafi leiks og sagði Davíð Smári það vera svolítið ólíkt sínu liði uppá síðkastið.

„Ólíkt því sem við höfum verið að sýna upp á síðkastið varnarlega. Varnarleikurinn í dag heilt yfir gríðarlega sterkur. Varnarlínan okkar er mjög sterk og mér fannst hún algjörlega sofna á verðinum þarna í byrjun leiks og það er eitthvað sem við þurfum bara að vinna í. Við þurfum bara að mæta rétt gíraðir inn í leikina og bara halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig í dag og við gerðum það." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir