Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   sun 11. ágúst 2024 17:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Smári: Ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig og við gerðum það
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestri heimsótti Víkinga á heimavöll Hamingjunnar í Víkinni í dag þegar átjánda umferð Bestu deildarinnar hóf göngu sína. 

Vestri lentu snemma undir í leiknum en gerðu gríðarlega vel í að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu inn jöfnunarmarki undir restina og sóttu stig sem lyfti þeim upp úr fallsæti um stundarsakir hið minnsta.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 Vestri

„Ofboðslega sáttur með frammistöðuna. Komum hérna og skildum allt eftir á vellinum kannski svona fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar." Sagði Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra eftir leikinn í dag.

„Mér fannst við ekki góðir fyrstu fimmtán og ekki mæta til leiks og gefum ódýrt mark sem er svekkjandi því við ætluðum að byrja leikinn sterkt en við gerðum það ekki og svo fannst mér svona 65 mínútur plús þá vorum við allavega ekki slakari aðilinn."

Vestri lenti undir strax í upphafi leiks og sagði Davíð Smári það vera svolítið ólíkt sínu liði uppá síðkastið.

„Ólíkt því sem við höfum verið að sýna upp á síðkastið varnarlega. Varnarleikurinn í dag heilt yfir gríðarlega sterkur. Varnarlínan okkar er mjög sterk og mér fannst hún algjörlega sofna á verðinum þarna í byrjun leiks og það er eitthvað sem við þurfum bara að vinna í. Við þurfum bara að mæta rétt gíraðir inn í leikina og bara halda áfram og hafa trú á verkefninu. Við ætluðum að koma hingað til þess að sækja stig í dag og við gerðum það." 

Nánar er rætt við Davíð Smára Lamude í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir