Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   mið 11. september 2019 21:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Aðalsteinn: Hingað til erum við besta liðið í deildinni
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Sannfærandi og góður sigur. Fyrsta markmiðið var að komast í úrslitakeppnina og svo sjáum við að við erum betri en bæði GG og Hvíti og klárum þetta mjög sannfærandi ," sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Elliði leiddi 2-0 í hálfleik en Hvíti minnkaði muninn með marki á 65. mínútu leiksins. Jón var spurður út í líðan sína á þeim tímapunkti.

„Mér var alveg sama, þetta var fyrsta færi þeirra í seinni hálfleik og við vorum þá búnir að klúðra þremur eða fjórum. Ef þeir fá eitt færi og við þrjú-fjögur þá er mér slétt sama, vissi að við myndum klára þetta."

Elliði mætir Ægi í úrslitaleik en bæði lið eru nú þegar örugg með sæti í 3. deild á komandi leiktíð.

„Það verður fjör í þeim leik, mér er alveg sama í rauninni. Við erum búnir að vinna leikinn sem skiptir mestu máli og ef við verðu meistarar þá verðum við það, ef ekki þá er það eins og það er."

Jón var að lokum spurður út í upplegg síns liðs og hvort liðið hans sé það besta í deildinni.

„Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta sem önnur lið hafa ekki ráðið við í sumar, hvort sem liðið heitir Ægir eða eitthvað annað. Eitt af uppleggjunum er að vera mjög "aggresívir" í pressunni."

„Hingað til erum við besta liðið í deildinni,"
sagði Jón að lokum.
Athugasemdir
banner