Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 11. september 2019 21:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jón Aðalsteinn: Hingað til erum við besta liðið í deildinni
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Jón ásamt Kristbjörgu Helgu.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Sannfærandi og góður sigur. Fyrsta markmiðið var að komast í úrslitakeppnina og svo sjáum við að við erum betri en bæði GG og Hvíti og klárum þetta mjög sannfærandi ," sagði Jón Aðalsteinn Kristjánsson, þjálfari Elliða, eftir 4-1 sigur síns liðs á Hvíta riddaranum í seinni undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Elliði sigraði einvígið samanlagt 5-3 og sigurinn þýðir að liðið leikur í 3. deild á komandi leiktíð.

Lestu um leikinn: Elliði 4 - 1 Hvíti riddarinn.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Elliði leiddi 2-0 í hálfleik en Hvíti minnkaði muninn með marki á 65. mínútu leiksins. Jón var spurður út í líðan sína á þeim tímapunkti.

„Mér var alveg sama, þetta var fyrsta færi þeirra í seinni hálfleik og við vorum þá búnir að klúðra þremur eða fjórum. Ef þeir fá eitt færi og við þrjú-fjögur þá er mér slétt sama, vissi að við myndum klára þetta."

Elliði mætir Ægi í úrslitaleik en bæði lið eru nú þegar örugg með sæti í 3. deild á komandi leiktíð.

„Það verður fjör í þeim leik, mér er alveg sama í rauninni. Við erum búnir að vinna leikinn sem skiptir mestu máli og ef við verðu meistarar þá verðum við það, ef ekki þá er það eins og það er."

Jón var að lokum spurður út í upplegg síns liðs og hvort liðið hans sé það besta í deildinni.

„Við erum að spila mjög skemmtilegan fótbolta sem önnur lið hafa ekki ráðið við í sumar, hvort sem liðið heitir Ægir eða eitthvað annað. Eitt af uppleggjunum er að vera mjög "aggresívir" í pressunni."

„Hingað til erum við besta liðið í deildinni,"
sagði Jón að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner