Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 11. september 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Kennie Chopart mögulega tognaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski bakvörðurinn Kennie Chopart fór af velli í fyrri hálfleik þegar KR lagði Breiðablik 4-2 í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

„Þetta var krampi eða hugsanleg tognun aftan í læri. Það á eftir að kanna það betur," sagði Rúnar í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

„Það eru ekki góðar fréttir ef hann er að togna núna. Það er gríðarlega erfitt prógram framundan og við megum ekki við því að missa menn. Við erum með töluvert af meiðslum fyrir."

Hjalti Sigurðsson leysti Kennie af hólmi en hann var kallaður til baka úr láni frá Leikni á dögunum.

„Ég var ánægður með innkomu Hjalta. Hann var frábær. Hann var óheppinn í fyrsta marki Blika. Hann dettur þegar hann er að hlaupa til baka og þeir skora. Að öðru leyti var hann frábær."

KR mætir Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni á sunnudag áður en liðið fer til Eistlands í leik gegn Flora Tallinn í Evrópudeildinni á fimmtudag.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Rúnar í heild.
Rúnar Kristins: Ægir sýndi hvers megnugur hann er
Athugasemdir
banner
banner
banner