Heimild: Mbl.is

Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður íslenska landsliðsins, átti góðan glugga með liðinu en hann byrjaði gegn bæði Lúxemborg og Bosníu og Hersegóvínu í verkefninu.
Fylkismaðurinn er í föstu hlutverki hjá Lyngby í Danmörku en hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í byrjun árs.
Hann var í vinstri bakverðinum í 3-1 tapinu gegn Lúxemborg en virtist vera nær því að vera miðvörður þegar liðið varðist gegn Bosníu í kvöld á meðan Mikael Neville Anderson kom bakkaði niður og kom sér fyrir í bakvarðarstöðunni.
Kolbeinn er ánægður við sína frammistöðu í glugganum og sagði það ekki beint hafa komið sér á óvart að vera í byrjunarliðinu og ætlar nú að eigna sér stöðuna.
„Ég er mjög stoltur og þakklátur. Vonandi næ ég að halda áfram að sýna hvað í mér býr. Það kom aðeins á óvart, en mér fannst ég eiga það skilið. Ég var ekki í neinu sjokki,“ sagði Kolbeinn við Jóhann Inga Hafþórsson hjá Mbl.is.
„Við horfum á næsta verkefni og þá tvo leiki. Við reynum að fá eins mikið úr þeim og við getum. Svo tökum við stöðuna eftir það. Ég vona að ég fái kallið aftur. Mér fannst ég hafa sýnt nóg,“ bætti hann við.
Athugasemdir