De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   mán 11. september 2023 22:34
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Mbl.is 
Kolbeinn vonast til að fá kallið aftur - „Mér fannst ég eiga það skilið“
Icelandair
watermark Kolbeinn Birgir í baráttunni í leiknum í kvöld
Kolbeinn Birgir í baráttunni í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kolbeinn Birgir Finnsson, leikmaður íslenska landsliðsins, átti góðan glugga með liðinu en hann byrjaði gegn bæði Lúxemborg og Bosníu og Hersegóvínu í verkefninu.

Fylkismaðurinn er í föstu hlutverki hjá Lyngby í Danmörku en hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í byrjun árs.

Hann var í vinstri bakverðinum í 3-1 tapinu gegn Lúxemborg en virtist vera nær því að vera miðvörður þegar liðið varðist gegn Bosníu í kvöld á meðan Mikael Neville Anderson kom bakkaði niður og kom sér fyrir í bakvarðarstöðunni.

Kolbeinn er ánægður við sína frammistöðu í glugganum og sagði það ekki beint hafa komið sér á óvart að vera í byrjunarliðinu og ætlar nú að eigna sér stöðuna.

„Ég er mjög stolt­ur og þakk­lát­ur. Von­andi næ ég að halda áfram að sýna hvað í mér býr. Það kom aðeins á óvart, en mér fannst ég eiga það skilið. Ég var ekki í neinu sjokki,“ sagði Kolbeinn við Jóhann Inga Hafþórsson hjá Mbl.is.

„Við horf­um á næsta verk­efni og þá tvo leiki. Við reyn­um að fá eins mikið úr þeim og við get­um. Svo tök­um við stöðuna eft­ir það. Ég vona að ég fái kallið aft­ur. Mér fannst ég hafa sýnt nóg,“ bætti hann við.
Athugasemdir
banner
banner
banner