Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 11. október 2021 14:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon Rafn: Sýnir sig best í Elíasi hvað það er stutt á milli
Icelandair
Hákon Rafn
Hákon Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn
Elías Rafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Vikan er búin að vera góð, við komum saman á mánudag og byrjuðum að æfa á þriðjudaginn. Svo er aðeins búið að minnka hópinn og ég held að allir séu klárir í leikinn á morgun," sagði Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður í U21 árs landsliðinu, fyrir æfingu í dag.

Framundan hjá U21 árs landsliðinu er leikur gegn Portúgal í undankeppni fyrir EM. Leikurinn fer fram á morgun, fer fram á Víkingsvelli og heft klukkan 15:00.

Hákon var ekki í U21 landsliðinu í septemper. Varstu svekktur með það?

„Davíð hringdi í mig og við spjölluðum alveg um þetta. Ég skildi alveg valið og þá pælingu. Elli [Elías Rafn Ólafsson] og Jökull [Andrésson] sem voru þá eru báðir frábærir."

„Maður sér Ella spila með landsliðinu í síðasta leik og kannski aftur í dag. Svekktur... ég veit það ekki, en auðvitað pirrandi,"
sagði Hákon.

Þessi uppgangur Elíasar er hann hvatning fyrir þig að gera vel? „Já, auðvitað. Það sést hvað er stutt á milli í þessu. Hann fær leik með Midtjylland, nokkra leiki og stendur sig mjög vel. Það sýnir sig akkúrat í þessu hvað það er stutt á milli."

„Hann er að setja danskan landsliðsmarkmann á bekkinn. Þá fær hann séns með A-landsliðinu og var flottur í síðasta leik,"
sagði Hákon.
Athugasemdir