Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 11. nóvember 2019 18:30
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Alfreð: Tyrkjum finnst ekki gaman að mæta okkur
Icelandair
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Antalya í dag. Þar fer stór hluti undirbúningsins fram áður en flogið verður til Istanbúl á miðvikudag.

„Við eigum góðar minningar héðan, við erum á sama hóteli og á sama æfingasvæði. Vonandi skapar það sömu stemningu og síðast. Ég held að það sé einn besti útileikur í undankeppni í sögu Íslands," segir Alfreð sem vitnar þar í 3-0 útisigurinn í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Íslandi hefur gengið vel gegn Tyrklandi undanfarin ár og ljóst að íslenska liðið er ekki óskamótherji Tyrkja.

„Maður heyrir það líka frá leikmönnum í hópnum sem eiga liðsfélaga frá Tyrklandi að þeim finnst ekki gaman að mæta okkur. Við þurfum að spila eins og við erum þekktir fyrir, gera þetta leiðinlegt fyrir þá og skemmtilegt fyrir okkur," segir Alfreð.

Í viðtalinu talar Alfreð líka um gengi sitt í Þýskalandi og markið sem hann skoraði fyrir Augsburg gegn Bayern München.
Athugasemdir