Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mán 11. nóvember 2019 18:30
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Alfreð: Tyrkjum finnst ekki gaman að mæta okkur
Icelandair
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Antalya í dag. Þar fer stór hluti undirbúningsins fram áður en flogið verður til Istanbúl á miðvikudag.

„Við eigum góðar minningar héðan, við erum á sama hóteli og á sama æfingasvæði. Vonandi skapar það sömu stemningu og síðast. Ég held að það sé einn besti útileikur í undankeppni í sögu Íslands," segir Alfreð sem vitnar þar í 3-0 útisigurinn í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Íslandi hefur gengið vel gegn Tyrklandi undanfarin ár og ljóst að íslenska liðið er ekki óskamótherji Tyrkja.

„Maður heyrir það líka frá leikmönnum í hópnum sem eiga liðsfélaga frá Tyrklandi að þeim finnst ekki gaman að mæta okkur. Við þurfum að spila eins og við erum þekktir fyrir, gera þetta leiðinlegt fyrir þá og skemmtilegt fyrir okkur," segir Alfreð.

Í viðtalinu talar Alfreð líka um gengi sitt í Þýskalandi og markið sem hann skoraði fyrir Augsburg gegn Bayern München.
Athugasemdir
banner