Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
banner
   fös 11. desember 2015 10:50
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Jóns: Hrikalega gaman að fá viðurkenningu
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarbakvörðurinn Kristinn Jónsson var í gær verðlaunaður fyrir að hafa verið stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Verðlaunin voru afhent um leið og bókin Íslensk knattspyrna 2015 var kynnt.

Kristinn er búinn að yfirgefa Breiðablik en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sarpsborg.

„Það er hrikalega gaman að fá viðurkenningu en þessi viðurkenning er fyrir allt liðið. Maður leggur ekki svona mikið upp án þess að hafa góða menn í kringum sig," segir Kristinn sem telur að Breiðablik muni ná að fylla hans skarð.

„Það kemur alltaf maður í manns stað og aðrir stíga upp þegar menn fara. Það hefur alltaf einhver farið út á síðustu fimm árum."

Talsverðar breytingar hafa verið á leikmannahópi Sarpsborg en Kristinn fer út fljótlega á nýju ári.

„Ég er hrikalega spenntur að byrja í byrjun janúar. Síðustu ár hefur liðið alltaf verið að taka skref upp á við þó tímabilið í ár hafi ekki alveg verið eins gott og þeir ætluðu sér. Þeir náðu samt í úrslit í bikarnum en við ætlum að gera betur næsta tímabil," segir Kristinn en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner