Real Madrid girnist Palmer - Arsenal og Man Utd berjast um David - City reynir að lokka Wirtz frá Leverkusen
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
   fös 11. desember 2015 10:50
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Jóns: Hrikalega gaman að fá viðurkenningu
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Kristinn í hópi þeirra sem fengu verðlaun í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarbakvörðurinn Kristinn Jónsson var í gær verðlaunaður fyrir að hafa verið stoðsendingahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar. Verðlaunin voru afhent um leið og bókin Íslensk knattspyrna 2015 var kynnt.

Kristinn er búinn að yfirgefa Breiðablik en hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarliðsins Sarpsborg.

„Það er hrikalega gaman að fá viðurkenningu en þessi viðurkenning er fyrir allt liðið. Maður leggur ekki svona mikið upp án þess að hafa góða menn í kringum sig," segir Kristinn sem telur að Breiðablik muni ná að fylla hans skarð.

„Það kemur alltaf maður í manns stað og aðrir stíga upp þegar menn fara. Það hefur alltaf einhver farið út á síðustu fimm árum."

Talsverðar breytingar hafa verið á leikmannahópi Sarpsborg en Kristinn fer út fljótlega á nýju ári.

„Ég er hrikalega spenntur að byrja í byrjun janúar. Síðustu ár hefur liðið alltaf verið að taka skref upp á við þó tímabilið í ár hafi ekki alveg verið eins gott og þeir ætluðu sér. Þeir náðu samt í úrslit í bikarnum en við ætlum að gera betur næsta tímabil," segir Kristinn en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner