Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mið 11. desember 2019 20:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Myndband: Svipur Frenkie de Jong þegar hann heyrði úrslitin í Amsterdam
Frenkie de Jong gekk í raðir Barcelona frá Ajax í sumar. Miðjumaðurinn var í lykilhlutverki hjá Ajax sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra.

Í gær lék hann með Barcelona gegn Inter og lagði Barca ítalska liðið að velli.

Frenkie de Jong fagnaði takmarkað eftir leikinn og er því gert í skóna að það sé vegna úrslitanna í Amsterdam.

Þar tapaði Ajax í úrslitaleik við Valencia og komst því ekki áfram í útsláttarkeppnina, Ajax leikur í Evrópudeildinni eftir áramót.


Athugasemdir
banner
banner