lau 12. janúar 2019 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clyne: Ætlaði ekki að særa neinn
Mynd: Getty Images
Nathaniel Clyne gekk í raðir Bournemouth á láni frá Liverpool í síðustu viku.

Neil Warnock, stjóri Cardiff, var ósáttur við félagaskiptin. Warnock sagðist hafa verið lofað að Clyne yrði leikmaður Cardiff.

„Ég er vonsvikinn með Nathaniel Clyne, ég hef þekkt hann frá því ég gaf honum hans fyrsta tækifæri í meistaraflokki. Ég er ekki bara vonsvikinn með hann, einnig Liverpool sem lét mig ekki vita af þessu," sagði Warnock.

Á fyrsta blaðamannafundi sínum sem leikmaður Bournemouth sagði Clyne: „Ég ætlaði aldrei að særa einn né neinn."

„Ég kaus að koma hingað til Bournemouth vegna þess að ég taldi það best fyrir ferilinn minn. Ég og Neil Warnock eigum gott samband. Ég ber mikla virðingu fyrir honum."

Clyne og félagar í Bournemouth verða í eldlínunni gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner