Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. janúar 2021 11:40
Elvar Geir Magnússon
Líkir komu Diallo við það þegar Ronaldo mætti til Man Utd
Ferdinand er feikilega spenntur fyrir Amad Diallo.
Ferdinand er feikilega spenntur fyrir Amad Diallo.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur gríðarlega væntingar til komu Amad Diallo á Old Trafford.

Þessi átján ára strákur er mættur til United frá Atalanta og er mikil spenna fyrir komu vængmannsins efnilega þrátt fyrir að hann hafi bara spilað fimm leiki fyrir aðallið Atalanta.

Sjá einnig:
Solskjær hrósar Diallo en kallar jafnframt eftir þolinmæði

„Ef þú skoðar myndbrot frá honum og ræðir við fólk hjá félaginu sem tók þátt í að kaupa hann þá veistu að þessi leikmaður gæti orðið í heimsklassa," segir Ferdinand.

Hann líkir þessum skiptum við það þegar United fékk Cristiano Ronaldo ungan að árum,

„Það er hugsun fólks hjá Manchester United. Ég vil ekki setja pressuna af Cristiano Ronaldo á hann en enginn vissi neitt um Ronaldo þegar við fengum hann, nema fólk í Portúgal."

„Það eru líkindi milli þessara tveggja. Diallo gæti komist í heimsklassa ef allt upp," segir Ferdinand.

Kaupverðið á Diallo gæti hækkað upp í 37 milljónir punda. Hann var fenginn á 19 milljónir punda en ýmsar klásúlur eru varðandi kaupin.
Athugasemdir
banner
banner
banner