þri 12. febrúar 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Neville vill að Man Utd bíði með ráðningu stjóra
Ole Gunnar Solskjær hefur gert magnaða hluti með United undanfarnar vikur.
Ole Gunnar Solskjær hefur gert magnaða hluti með United undanfarnar vikur.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og sérfræðingur Sky, vill að beðið verði þar til í lok mars með að ráða knattspyrnustjóra til frambúðar hjá félaginu. Ole Gunnar Solskjær var ráðinn stjóri út tímabilið í desember en eftir tíu sigra í ellefu leikjum er hann líklegastur til að taka alfarið við.

Framundan eru mikilvægir leikir í deild, bikar og Meistaradeildo g Neville vill að United bíði með að ákveða framhaldið.

„Ég tel að það sé of snemmt að gefa honum starfið núna. Þegar við erum að klára mars er rétti tíminn. Þá eru sex vikur eftir af tímabilinu og hægt að taka ákvörðun eftir að hann hefur verið þrjá eða fjóra mánuði í starfi. Það er hægt að skoða hvernig félagið stendur, hvernig leikmönnum líður og hvernig úrslitin eru," sagði Neville.

„Ég segi þetta ekki af því að það eru sjö eða átta erfiðir leikir framundan. Ég tel bara að það sé skynsamlegt að skoða þetta eftir þriggja eða fjögurra mánaða tímabil. Ole Gunnar Solskjær er hins vegar mjög líklegur til að fá starfið. Ef Manchester United heldur svona áfram út tímabilið og nær topp fjórum þá væri mikil áhætta að bjóða Solskjær ekki starfið."

„Ef þú kemur inn í október næstkomandi og þeir hafa eytt 30 eða 40 milljónum punda í að búa til nýtt þjálfaraliðið og liðið er í fimmta sæti þá verður allt vitlaust. Fólk mun segja: Af hverju fékk Ole ekki starfið fyrst hann stóð sig svona vel?"

„Ég tel samt að það sé ekki ástæða til að staðfesta þetta í dag því um leið og þú gerir það þá byrja spurningar að vakna. 'Hverja ætlar þú að kaupa og hverja ætlar þú að losa þig við?' Í augnablikinu er mjög gott andrúmsloft en um leið og hann fær starfið þá byrja spurningarnar að breytast."

„Hann fékk nánast frípassa fyrst þegar hann kom en hann hefur ekki bara aukið ánægjuna heldur hefur hann líka látið liðið ná topp frammistöðu."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner