Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 12. febrúar 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inter bókar læknisskoðun fyrir Taremi
Mehdi Taremi.
Mehdi Taremi.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Mehdi Taremi kemur til með að ganga í raðir Inter á Ítalíu þegar samningur hans hjá Porto rennur út í sumar.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því að Inter sé búið að bóka læknisskoðun fyrir þennan öfluga sóknarmann.

Hann segir að munnlegt samkomulag sé í höfn á milli Inter og Taremi um samning sem gildir til ársins 2026, og er möguleiki á framlengingu um eitt ár.

Taremi er 31 árs gamall en hann hefur spilað með Porto frá 2020. Hann hefur skorað 86 mörk í 171 leik fyrir Porto.

Þá hefur hann gert 45 mörk í 81 leik fyrir Íran; mjög öflugur markaskorari þarna á ferðinni.
Athugasemdir
banner
banner