Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 12. apríl 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Jökull: Erfitt að orða þetta öðruvísi
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að orða þetta öðruvísi, opinn og fjörugur leikur, Mikið af mistökum á báða bóga og klárlega mikið hjá okkur.“
Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar í viðtali við Fótbolta.net að loknum 3-1 tapleik hans manna gegn KR á Samsungvellinum í kvöld um hvort sigur KR væri ekki bara sanngjarn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

Lið Stjörnunar var mistækt í kvöld og gekk oft á tíðum erfiðlega að koma boltanum fram völlinn úr öftustu línu og skapaðist oft hætta þegar liðið tapaði boltanum við eigin vítateig. Afturför frá leiknum gegn Víkingum eða hvað?

„Auðvitað hefðum við getað gert betur, snertingar hefðu getað verið betri og við hefðum getað haldið boltanum nær okkur þegar við vorum að rekja hann framar það er alveg klárt. En mér fannst vera gríðarlegur munur á því hvernig við leituðumst við að spila boltanum út úr vörninni sem mér fannst við gera lítið af gegn Víkingum. Við gerðum það í dag en gerðum mörg mistök.“

Stjörnuliðið er stigalaust eftir tvo leiki í deildinni sem auðvitað er ekki óskastaða. Hvað tekur við hjá Jökli í vikunni og hvað þarf liðið að laga?

„Við þurfum í fyrsta lagi að sjá til þess að við höldum í trú og það sem við stöndum fyrir. Við þurfum að passa upp á sjálfstraustið og vinna í því sem að við getum gert betur.“

Sagði Jökull en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner