Camavinga og Bastoni orðaðir við Liverpool - Ruben Neves á óskalista Man Utd - Framtíð Frank í óvissu
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
banner
   fös 12. apríl 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Jökull: Erfitt að orða þetta öðruvísi
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að orða þetta öðruvísi, opinn og fjörugur leikur, Mikið af mistökum á báða bóga og klárlega mikið hjá okkur.“
Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar í viðtali við Fótbolta.net að loknum 3-1 tapleik hans manna gegn KR á Samsungvellinum í kvöld um hvort sigur KR væri ekki bara sanngjarn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

Lið Stjörnunar var mistækt í kvöld og gekk oft á tíðum erfiðlega að koma boltanum fram völlinn úr öftustu línu og skapaðist oft hætta þegar liðið tapaði boltanum við eigin vítateig. Afturför frá leiknum gegn Víkingum eða hvað?

„Auðvitað hefðum við getað gert betur, snertingar hefðu getað verið betri og við hefðum getað haldið boltanum nær okkur þegar við vorum að rekja hann framar það er alveg klárt. En mér fannst vera gríðarlegur munur á því hvernig við leituðumst við að spila boltanum út úr vörninni sem mér fannst við gera lítið af gegn Víkingum. Við gerðum það í dag en gerðum mörg mistök.“

Stjörnuliðið er stigalaust eftir tvo leiki í deildinni sem auðvitað er ekki óskastaða. Hvað tekur við hjá Jökli í vikunni og hvað þarf liðið að laga?

„Við þurfum í fyrsta lagi að sjá til þess að við höldum í trú og það sem við stöndum fyrir. Við þurfum að passa upp á sjálfstraustið og vinna í því sem að við getum gert betur.“

Sagði Jökull en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir