Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
   fös 12. apríl 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Jökull: Erfitt að orða þetta öðruvísi
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að orða þetta öðruvísi, opinn og fjörugur leikur, Mikið af mistökum á báða bóga og klárlega mikið hjá okkur.“
Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar í viðtali við Fótbolta.net að loknum 3-1 tapleik hans manna gegn KR á Samsungvellinum í kvöld um hvort sigur KR væri ekki bara sanngjarn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

Lið Stjörnunar var mistækt í kvöld og gekk oft á tíðum erfiðlega að koma boltanum fram völlinn úr öftustu línu og skapaðist oft hætta þegar liðið tapaði boltanum við eigin vítateig. Afturför frá leiknum gegn Víkingum eða hvað?

„Auðvitað hefðum við getað gert betur, snertingar hefðu getað verið betri og við hefðum getað haldið boltanum nær okkur þegar við vorum að rekja hann framar það er alveg klárt. En mér fannst vera gríðarlegur munur á því hvernig við leituðumst við að spila boltanum út úr vörninni sem mér fannst við gera lítið af gegn Víkingum. Við gerðum það í dag en gerðum mörg mistök.“

Stjörnuliðið er stigalaust eftir tvo leiki í deildinni sem auðvitað er ekki óskastaða. Hvað tekur við hjá Jökli í vikunni og hvað þarf liðið að laga?

„Við þurfum í fyrsta lagi að sjá til þess að við höldum í trú og það sem við stöndum fyrir. Við þurfum að passa upp á sjálfstraustið og vinna í því sem að við getum gert betur.“

Sagði Jökull en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner