Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
   fös 12. apríl 2024 22:33
Sverrir Örn Einarsson
Jökull: Erfitt að orða þetta öðruvísi
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að orða þetta öðruvísi, opinn og fjörugur leikur, Mikið af mistökum á báða bóga og klárlega mikið hjá okkur.“
Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunar í viðtali við Fótbolta.net að loknum 3-1 tapleik hans manna gegn KR á Samsungvellinum í kvöld um hvort sigur KR væri ekki bara sanngjarn.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 KR

Lið Stjörnunar var mistækt í kvöld og gekk oft á tíðum erfiðlega að koma boltanum fram völlinn úr öftustu línu og skapaðist oft hætta þegar liðið tapaði boltanum við eigin vítateig. Afturför frá leiknum gegn Víkingum eða hvað?

„Auðvitað hefðum við getað gert betur, snertingar hefðu getað verið betri og við hefðum getað haldið boltanum nær okkur þegar við vorum að rekja hann framar það er alveg klárt. En mér fannst vera gríðarlegur munur á því hvernig við leituðumst við að spila boltanum út úr vörninni sem mér fannst við gera lítið af gegn Víkingum. Við gerðum það í dag en gerðum mörg mistök.“

Stjörnuliðið er stigalaust eftir tvo leiki í deildinni sem auðvitað er ekki óskastaða. Hvað tekur við hjá Jökli í vikunni og hvað þarf liðið að laga?

„Við þurfum í fyrsta lagi að sjá til þess að við höldum í trú og það sem við stöndum fyrir. Við þurfum að passa upp á sjálfstraustið og vinna í því sem að við getum gert betur.“

Sagði Jökull en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner