Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 12. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Byrjuðum aldrei þennan leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi. Ég er svekktur með margt í þessum leik í dag. Verðum fyrir áfalli í byrjun þegar Viktor og Bjarki skella saman og Bjarki þarf að fara út af meiddur. Það riðlar þessu dálítið hjá okkur en við byrjuðum aldrei þennan leik. “ Voru orð Sigurðar Heiðars Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir 3-0 tap Leiknis gegn Keflavík suður með sjó þegar hann var spurður um sín fyrstu viðbrögð.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflavík leiddi 1-0 í hálfleik en Leiknismenn fengu færin til þess að jafna í fyrri hálfleik. Til að mynda Róbert Hauksson sem skaut í slánna úr teignum úr dauðafæri. Dýrt í svona leikjum?

„Já klárlega, við þurfum að fara troða boltanum í markið og koma því út úr hausnum á okkur að við getum ekki skorað. En aðal áhyggjuefnið í dag er hvernig við urðum undir í öllum átökum, 50-50 boltum og allri baráttu.“

Daníel Finns Matthíasson kvaddi Leikni á dögnum og gekk til liðs við Stjörnuna. Talsvert hefur verið rætt um málefni Daníels að undanförnu en er Sigurður feginn því að því máli öllu sé lokið?

„Já klárlega. Gott að það sé búið og ég óska honum bara góðs gengis hjá þeim. Það verða bara aðrir sem stíga upp og taka við hans verkefni í okkar liði. “

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner