Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fim 12. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Byrjuðum aldrei þennan leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi. Ég er svekktur með margt í þessum leik í dag. Verðum fyrir áfalli í byrjun þegar Viktor og Bjarki skella saman og Bjarki þarf að fara út af meiddur. Það riðlar þessu dálítið hjá okkur en við byrjuðum aldrei þennan leik. “ Voru orð Sigurðar Heiðars Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir 3-0 tap Leiknis gegn Keflavík suður með sjó þegar hann var spurður um sín fyrstu viðbrögð.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflavík leiddi 1-0 í hálfleik en Leiknismenn fengu færin til þess að jafna í fyrri hálfleik. Til að mynda Róbert Hauksson sem skaut í slánna úr teignum úr dauðafæri. Dýrt í svona leikjum?

„Já klárlega, við þurfum að fara troða boltanum í markið og koma því út úr hausnum á okkur að við getum ekki skorað. En aðal áhyggjuefnið í dag er hvernig við urðum undir í öllum átökum, 50-50 boltum og allri baráttu.“

Daníel Finns Matthíasson kvaddi Leikni á dögnum og gekk til liðs við Stjörnuna. Talsvert hefur verið rætt um málefni Daníels að undanförnu en er Sigurður feginn því að því máli öllu sé lokið?

„Já klárlega. Gott að það sé búið og ég óska honum bara góðs gengis hjá þeim. Það verða bara aðrir sem stíga upp og taka við hans verkefni í okkar liði. “

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner