Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. júní 2021 17:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Tók upp símann, sendi skilaboð á mömmu og sagði við hana að ég elskaði hana"
Mynd: EPA
Það er búið að stöðva leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu. Það verður ekki haldið áfram með þann leik í dag enda er fótbolti ekki í fyrsta sæti lengur.

Christian Eriksen, leikmaður Danmerkur, féll til jarðar undir lok fyrri hálfleiks.

Leikmenn Danmerkur hópuðust í kringum Eriksen svo myndavélar á vellinum næðu ekki nærmynd af aðstæðum. Sjúkrastarfsmenn á vellinum virtust vera að framkvæma hjartahnoð og gáfu þeir Eriksen stuð.

Eriksen var færður af vellinum en útlitið er ekki gott. Það er ekki mikið vitað á þessari stundu en þetta lítur mjög alvarlega út. Stuðningsmenn, leikmenn og þjálfarar voru með tárin í augunum og mikið sjokk greinilega.

Alex Scott, fyrrum landsliðskona Englands, er sérfræðingur hjá BBC og hún lét ummæli falla sem við getum eflaust öll tekið undir á þessari stundu.

„Fótboltinn fer út um gluggann. Þú ert að hugsa um fjölskyldu hans og liðsfélaga. Ég tók upp símann, sendi skilaboð á mömmu mína og sagði við hana að ég elskaði hana. Þetta er áminning um það hversu hratt lífið getur breyst," sagði Scott.

„Það eina sem við getum gert er að vona að hann komist í gegnum þetta. Við þurfum að biðja."
Athugasemdir
banner
banner
banner